Kárahnjúkavirkjun

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

KOSTNAÐUR við breytingar sem ráðist var í á Kárahnjúkastíflu vegna nýrra upplýsinga um misgengi á svæðinu og vegna frétta af brestum í steypukápu Campos Novos-stíflunnar í Brasilíu nam um 500 milljónum króna, að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkjunar. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær komu fram nýjar upplýsingar árið 2004 um misgengi á svæðinu og var ákveðið að bregðast við með ýmsum hætti, settur var dúkur yfir távegg stíflunnar, stálplata á liðamót, sprautað var í sprungur og mælitækjum komið fyrir í göngum sem liggja eftir endilangri stíflunni. Þá voru steyptir sökklar og steypukápa stíflunnar gerð þykkari á köflum auk þess sem bætt var við fyllingarefni í stíflunni. MYNDATEXTI: Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun er um 90 milljarðar og viðbótarkostnaður upp á 500 milljónir er sagður lítið hlutfall af heildinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar