Hljóðbombur og íshellar í Hrafntinnuskeri

Ragnar Axelsson

Hljóðbombur og íshellar í Hrafntinnuskeri

Kaupa Í körfu

SJÁLFBOÐALIÐAR á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar héldu upp að Hrafntinnuskeri í vikunni í þeim tilgangi að koma fyrir skiltum þar sem ferðamenn eru varaðir við hættu á hruni úr íshellunum. Þýskur ferðamaður lést í einum hellanna í síðustu viku og er verkefnið þáttur í fyrirbyggjandi aðgerðum Landsbjargar. Björgunarsveitarmenn prófuðu svokallaðar hljóðbombur, en Landsbjörg kannar nú möguleika á því að nota slíkar bombur til að vara við Kötlugosi. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli stóðu að verkefninu og með þeim voru lögreglumenn og sýslumaðurinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar