Starfsmenn Glitnis afhenda ágóða vegna Reykjavíkurmaraþons

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Starfsmenn Glitnis afhenda ágóða vegna Reykjavíkurmaraþons

Kaupa Í körfu

ÁHEIT frá starfsmönnum Glitnis að upphæð 22,2 milljónir króna söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag. Voru áheitin afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, fluttu ávörp. Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3 þúsund krónur til góðgerðamála fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðasamtök skyldu njóta framlagsins. MYNDATEXTI: Stærsti styrkurinn Vilhelm Már Þorsteinsson, starfsmaður Glitnis, afhenti Sigurði Björnssyni hjá Krabbameinsfélagi Íslands ávísun vegna áheitanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar