SÍM húsið á Seljavegi formlega opnað

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

SÍM húsið á Seljavegi formlega opnað

Kaupa Í körfu

VINNUSTOFUSETUR Sambands íslenskra myndlistarmanna var opnað með formlegum hætti að Seljavegi 32 í gær. Í húsinu voru höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands áður til húsa en héðan í frá munu 55 félagar í SÍM hafa þar vinnuaðstöðu auk þess sem gestavinnustofur fyrir fimm listamenn eru í húsnæðinu. Þá er einnig sýningarsalur í húsinu, auk verkstæðis. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem opnaði húsið formlega en Dorrit Moussaieff forsetafrú er sérstakur verndari þess. MYNDATEXTI: Hugsi - Óskar Jónasson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virða fyrir sér verk Huldu Vilhjálmsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar