17 júní 2006

17 júní 2006

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hafa margir velt því fyrir sér undanfarið hversu frægur hann Magni sé orðinn eftir þátttökuna í þættinum Rock Star: Supernova. Áhorfið á þáttinn eykst í hverri viku í Bandaríkjunum og samkvæmt nýjustu mælingum frá Nielsen Media Research var þátturinn sá vinsælasti hjá aldurshópnum 18-49 ára síðastliðinn miðvikudag og sló þar með út vinsæla þætti á borð við CSI: New York. Þátturinn er sendur út kl. 20 og var hann vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum á þeim tíma sem hann var í loftinu. Alls horfðu að meðaltali 6,4 milljónir á síðasta þáttinn en í honum kom í ljós að Magni var einn þriggja keppenda sem fæst atkvæði fengu, aðra vikuna í röð. MYNDATEXTI Magni Ásgeirsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar