Blaðamannafundur Þróunarsamvinnustofnunar

Sverrir Vilhelmsson

Blaðamannafundur Þróunarsamvinnustofnunar

Kaupa Í körfu

HJÓNIN Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, eru á leiðinni til Malaví þar sem þau munu dvelja í eitt ár við að byggja upp heilbrigðisþjónustu í fátæku 110.000 manna héraði. Áhuginn á að taka þátt í hjálparstarfi í Afríku kviknaði þegar þau ferðuðust um suðurhluta álfunnar í vor. "Við vorum ekki söm þegar við komum til baka," sagði Sigurður á blaðamannafundi í gær. MYNDATEXTI Langferðin kynnt F.v.: Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Sigurður Guðmundsson, Siv Friðleifsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir og Geir Gunnlaugsson barnalæknir sem hefur verið ráðgjafi Þróunarsamvinnustofnunar vegna verkefnisins í Malaví um árabil.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar