Krakkar í Melaskóla

Brynjar Gauti

Krakkar í Melaskóla

Kaupa Í körfu

Hvönn og baldursbrá voru aðalrannsóknarefnið í náttúrufræðitíma barna í öðrum bekk Melaskóla í Reykjavík. Krakkarnir söfnuðu sýnishornum af plöntunum við fjöruna á Ægisíðu eftir strangvísindalegri aðferðafræði. Sýnishornin voru skoðuð nánar í kennslustofunni og leyndardómur náttúrunnar svo skeggræddur af þessum ungu og upprennandi náttúruunnendum. Hvönnin er merkileg jurt og hefur gagnast Íslendingum á ýmsan hátt í áranna rás. Á árum áður var hún gjarnan notuð til lækninga og eins til matar. Á síðari árum hafa menn enduruppgötvað hvönnina og er nú farið að framleiða úr henni ýmsa hollustu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar