Stafsetningarorðabók

Brynjar Gauti

Stafsetningarorðabók

Kaupa Í körfu

Skrítinn eða skrýtinn? Stemmning eða stemning? Hvort er rétt stafsett? Svörin við slíkum vangaveltum má finna með því að fletta upp í nýútkominni bók, Stafsetningarorðabókinni, sem kemur út á þriðjudaginn á vegum Íslenskrar málnefndar, en JPV-útgáfa gefur bókina út. Í henni er að finna rétta ritun meira en 65.000 íslenskra orða í ýmsum föllum, tölum og myndum, auk þess sem tæplega sextíu blaðsíðna kafla aftast í bókinni er varið í ritreglur í íslenskri stafsetingu. Þar má fræðast um rétta notkun gæsalappa, magn n-a og r-a í ýmsum orðum og orðmyndum og stóran og lítinn staf í orðum, svo tekin séu fáein dæmi. MYNDATEXTI Finna má rétta ritun ríflega 65.000 orða í Stafsetningarorðabókinni sem kemur út á þriðjudag

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar