Pakkhús Postulanna, Listasafn Reykjavíkur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Pakkhús Postulanna, Listasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

FYRSTA starfsári Listasafns Reykjavíkur undir listrænni forstöðu Hafþórs Yngvasonar verður formlega ýtt úr vör á morgun. Þá verður opnuð sýningin Pakkhús postulanna í Hafnarhúsinu en um er að ræða innsetningar eða gjörninga eftir unga íslenska listamenn sem eru fæddir eftir 1968. Hafþór boðar breyttar áherslur í starfsemi safnsins og má segja að opnunarsýningin gefi fyrirheit um það sem koma skal. Meðan Kjarvalsstöðum er ætlað að hýsa vandaðar sýningar reyndra listamanna sem vinna í hefðbundari miðla miðar sýningarstefna Hafnarhússins að því að kynna nýjustu stefnur og strauma í myndlist og gera tilraunir með ný tjáningarform. MYNDATEXTI: Óhefbundin - Listamennirnir á bak við opnunarsýningu Listasafns Reykjavíkur feta óhefbundnar slóðir, eins og þetta verk Helga Þórssonar ber með sér. Hafnarhúsið mun hýsa tilraunakenndari verk í vetur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar