Lýsishúsið rifið

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lýsishúsið rifið

Kaupa Í körfu

VERIÐ er að rífa hús Lýsis við Grandaveg í Reykjavík og er verkið langt komið. Þarna er fyrirhugað að rísi á helmingi lóðarinnar hjúkrunarheimili með níutíu rýmum, samkvæmt þríhliða samstarfssamningi Seltjarnarnesbæjar, Reykjavíkurborgar og ríkisins. Seltjarnesbær stendur straum af kostnaði við byggingu 30 rýma og Reykjavíkurborg 60 rýma, en sveitarfélög leggja fram 30% stofnkostnaðar á móti ríkinu sem greiðir 70%. Stefnt er að því að hjúkrunarheimilið taki til starfa á fyrrihluta ársins 2009, en nú er unnið að hönnun heimilisins. Á hinum helmingi lóðarinnar sem er í eigu ÍAV er ráðgert að reisa þjónustuíbúðir fyrir aldraða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar