Hópakstur um Óshlíð

Halldór Sveinbjörnsson

Hópakstur um Óshlíð

Kaupa Í körfu

Bolungarvík | Vel yfir fimmtíu bifreiðum með blikkandi hættuljós var ekið um Óshlíðarveg á áttunda tímanum í gærkveldi. Það var Valrún Valgeirsdóttir húsmóðir í Bolungarvík sem ræsti hópaksturinn með því að skjóta á loft neyðarblysi en Valrún ritaði grein á dögunum og hvatti bæjarbúa til að aka fylktu liði eftir Óshlíðarvegi til Ísafjarðar til að vekja athygli á nauðsyn þess að bætt verði úr samgöngumálum Bolvíkinga. MYNDATEXTI: Hjálparkall Valrún Valgeirsdóttir skýtur upp neyðarflugeldi til að minna á það ástand sem oft ríkir á Óshlíðarvegi og ræsir um leið hópaksturinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar