Álverið í Straumsvík

Ragnar Axelsson

Álverið í Straumsvík

Kaupa Í körfu

SÍÐUSTU kerin sem tekin voru úr rekstri í sumar hjá álveri Alcan í Straumsvík voru gangsett í gær. Gangsetning keranna, sem öll voru í kerskála þrjú, hófst um miðjan júlí og gekk greiðlega. Verkinu lauk tveimur mánuðum á undan áætlun. Í tilkynningu frá Rannveigu Rist, forstjóra álversins, segir að endanlegt mat á tjóni vegna rekstrarstöðvunarinnar liggi ekki enn fyrir. Komi þar til óvissuþættir eins og hvaða áhrif stöðvunin muni hafa á líftíma kera í skálanum. Ljóst sé þó að framleiðslutapið er mun minna en óttast var í fyrstu og er nú áætlað um 14 þúsund tonn, sem er aðeins 9% af framleiðslugetu álversins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar