Högaberg FD 110

Þorgeir Baldursson

Högaberg FD 110

Kaupa Í körfu

NÚ eru um 56% af kvóta íslenzku skipanna í norsk-íslenzku síldinni veidd. Mikil breyting hefur orðið á veiðunum síðan í fyrra. Þá var mest veitt við Svalbarða og í Síldarsmugunni. Í júlí og ágúst í ár hafa íslenzku skipin hins vegar veitt 27.000 tonn innan eigin lögsögu, sem er margfalt meira en í fyrra. Norskir fjölmiðlar greina nú frá því að fiskifræðingar í Noregi staðfesti að árgangurinn frá 2002 sé mjög stór og síldin gangi stöðugt vestar í átt til Íslands. Áður hefur komið fram að stærsta síldin hafi í sumar haldið sig vestur undir Íslandi og innan lögsögunnar hafi verið allt að 1,5 milljónir tonna á tímabili fyrr í sumar. MYNDATEXTI: Fiskveiðar Færeyska skipið Högaberg kemur með síld til löndunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar