Sveppir í Ásbyrgi

Kári Jónsson

Sveppir í Ásbyrgi

Kaupa Í körfu

Á myndinni hér að ofan má sjá mynd af berserkjasveppi (Amanita muscaria) í Ásbyrgi í N-Þingeyjarsýslu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hljóp Morgunblaðið nokkuð á sig þar sem sagði í myndartexta sem fylgdi myndinni, að sveppurinn væri girnilegur þótt ósagt skyldi látið hvort hann væri matarsveppur. Upplýsist það því hér með að um berserkjasvepp er að ræða sem er eitraður og alls ekki ætur, þótt hann sómi sér prýðilega á mynd. Berserkjasveppurinn er mjög áberandi í september þar sem hann ber ávöxt seint. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að þótt sveppurinn sé ekki baneitraður hafi hann mjög slæm áhrif fyrir þá sem neyta hans, bæði á ósjálfráða taugakerfið og miðtaugakerfið. Best sé að tína sveppi sér til matar í ágústmánuði og þá vitaskuld eingöngu sveppi sem maður þekki og viti að séu ætir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar