Örlygur Karlsson

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Örlygur Karlsson

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Það er hér troðfullt af nemendum og við nýtum allar stofur og sali eins og hægt er. Þetta er ansi þétt og heilmikið mál að koma öllu heim og saman og útbúa stundatöflu fyrir þennan stóra hóp. Við erum með þjálfað starfsfólk sem gengur frá þessu öllu og það er visst afrek," sagði Örlygur Karlsson skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands sem gegnir starfinu þetta árið í fjarveru Sigurðar Sigursveinssonar sem er í leyfi frá skólanum. Hann er nú verkefnisstjóri í menntamálaráðuneytinu og vinnur að verkefni sem lýtur að breyttri námsskipan til stúdentsprófs og auknum sveigjanleika í skólakerfinu MYNDATEXTI Örlygur Karlsson hefur starfað við Fjölbrautaskóla Suðurlands frá stofnun, í aldarfjórðung, og vill sjá hann þróast frekar. Haldið verður upp á afmæli skólans síðar í mánuðinum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar