G-Star tískusýning í Loftkastalanum

Brynjar Gauti

G-Star tískusýning í Loftkastalanum

Kaupa Í körfu

Gallafatnaður hefur öðlast fastan sess í fataskáp nútímamannsins og -konunnar og hafa flestir mjög svo ákveðna skoðun á því hvernig gallafatnaði þeir eru tilbúnir að klæðast. Eins og svo margir aðrir gallafatnaðahönnuðir þá á hollenska G-Star merkið sína aðdáendur. En fyrirtækið, sem var stofnað undir lok níunda áratugarins, hefur orð á sér fyrir að vera bæði frumlegt og skapandi í meðförum sínum á gallaefninu. "Oh, G-Star," sagði einn kollega blaðamanns þegar nafn fyrirtækisins bar á góma. "Þetta voru draumagallabuxurnar þegar ég bjó úti í Hollandi. En á námsárunum gat maður náttúrlega ekkert gert nema láta sig dreyma." MYNDATEXTI Hvítur stuttermabolur og gallabuxur eiga alltaf vel saman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar