Pakkhús Postulanna, Listasafn Reykjavíkur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Pakkhús Postulanna, Listasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Pakkhús postulanna nefnist opnunarsýning fyrsta starfsárs Listasafns Reykjavíkur undir listrænni forstöðu Hafþórs Yngvasonar en sýningin hefst í Hafnarhúsinu í dag. Sýningarstjórar eru tveir ungir listamenn, þeir Huginn Þór Arason og Daníel Björnsson, en þeir hafa espað listamennina sem þátt taka upp og verið eins og straumbreytar og millistykki í samskiptum safnstjórnar og listamanna undanfarna níu mánuði. MYNDATEXTI Daníel Björnsson og Huginn Þór Arason "Stjórnun þeirra hefur öll verið hin óvenjulegasta miðað við stjórnunarstaðla ríkisins og hefur meðal annars snúist um að innlima alla í aðlögunarferlið og að virkja vandræðaganginn sem óhjákvæmilega hlýtur að koma upp í ferðalagi frá grasrót til opinbers rýmis. Þegar allt var að bresta á voru þeir iðnir en rólegir og fannst spennan og steypuskjálftinn vera í góðum takti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar