Flokksráðstefna Vinstri grænna

Brynjar Gauti

Flokksráðstefna Vinstri grænna

Kaupa Í körfu

FLOKKAR sem láta sig varða umhverfismál og jafnrétti þurfa að vera róttækir og hægriflokkar geta ekki eignað sér þessa málaflokka. Þetta var rauði þráðurinn í þeim umræðum sem fram fóru á flokksráðsþingi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem lauk í gær. Byggðamál, öryggismál og aðgengismál bar einnig á góma. Að lokinni ræðu formanns, þar sem hann skoraði meðal annars á vinstriflokkana að mynda skýran valkost gegn ríkisstjórninni, fóru fram opnar umræður um málefni flokksins. Auk þeirra málefna sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir næstu kosningar varð mörgum tíðrætt um úrslit síðustu sveitarstjórnarkosninga og tóku margir nýkjörnir fulltrúar flokksins til máls. MYNDATEXTI: Hugtak Kolbrún Halldórsdóttir velti fyrir sér hugtakinu "hægri grænir" í ræðu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar