Bræðurnir Sigurbergur og Þorgeir í Sunnuholti á Seyðisfirði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bræðurnir Sigurbergur og Þorgeir í Sunnuholti á Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

Sumum kann að þykja skjóta skökku við að sjá fjölda gamalla bíla, sem í augum flestra eru algerar druslur, á tvist og bast í blómlegri sveit við gamlan bæ út við Seyðisfjörð. Fyrir ofan útidyrnar í Sunnuholti hangir líka jólasería um hásumar. Bílaflotinn á rætur að rekja til einskærrar góðmennsku bræðranna á bænum, þeirra Þorgeirs og Sigurbergs Sigurðssona. Fyrir mörgum árum fóru þeir að leyfa fólki að geyma hjá sér bíla sem það þurfti að koma í burtu en vildi ekki sjá á eftir á haugana. Flestir þykjast vita, og þar með taldir Þorgeir og Sigurbergur sjálfir, að þeir séu fyrirmynd Baklandsbræðra í Roklandi eftir Hallgrím Helgason, sem kom út árið 2005. MYNDATEXTI: Síldarárin Sigurbergur við hlið rútu sem á árum áður var notuð til áætlunarferða milli Reykjavíkur og Snæfellsness. Á síldarárunum flutti hún síðan fólk yfir Fjarðaheiði, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar