Sólveig Guðmundsdóttir, bréf til mömmu og pabba

Eyþór Árnason

Sólveig Guðmundsdóttir, bréf til mömmu og pabba

Kaupa Í körfu

Sóley Elíasdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir leika mæðgur í leikgerð Sigurbjargar Þrastardóttur eftir Gunnlaðarsögu sem stendur til að frumsýna í Hafnarfjarðarleikhúsinu. En hvernig skyldi mæðgnasambandi þeirra sjálfra vera háttað? Sólveig Guðmundsdóttir fæddist árið 1977. Eftir að hún lauk námi í MR tók hún eitt ár í heimspeki í HÍ og lauk svo leiklistarnámi við London Arts Educational. Hún er í fjarbúð með Graham Maley. Hún leikur dótturina í Gunnlaðarsögu, sem Kvenfélagið Garpur er að setja upp, en að því standa auk hennar sjálfrar Maríanna Klara, María Heba og Ester Talía Casey. MYNDATEXTI: Elsku pabbi og mamma Ég get ekki sagt þetta við ykkur, svo ég skrifa þetta bréf. Reykingar valda krabbameini og þið reykið talsvert mikið (finnst mér). Mörg hundruð manns deyja vegna reykinga og ekki aðeins maður sjálfur heldur líka börnin manns, þess vegna ætla ég að biðja ykkur að hætta að reykja. Ekki vegna okkar stelpnanna heldur líka vegna ykkar sjálfra. Viljiði ekki minnast á bréfið við mig, en hugsiði málið. Ykkar einlæg Sólveig. 1986.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar