Guðjón Petersen, leikhússtjóri

Sverrir Vilhelmsson

Guðjón Petersen, leikhússtjóri

Kaupa Í körfu

Í dag býður Borgarleikhúsið almenningi upp á vöfflur og skemmtidagskrá milli klukkan 15 og 17. Dagskráin tekur mið af leiksýningum vetrarins og geta viðstaddir átt von á að sjá Hitler, Mozart eða Tarzan bregða fyrir á göngum leikhússins. Ýmis söngatriði standa gestum til boða, söngatriði úr Footloose, Gretti, Ronju ræningjadóttur og Viltu finna milljón? auk þess sem Geirfuglarnir taka lagið. Tarzan ætlar svo að þenja raddböndin í lok dagskrár. Myndlistarsýning barnanna, Ronja í sumarfríi, verður opnuð auk þess sem Ronja sjálf veitir verðlaun fyrir bestu teikningarnar. MYNDATEXTI: Guðjón Petersen, Borgarleikhússtjóri, hristir fram úr erminni nokkrar Borgarleikhúsvöfflur. Að sögn Guðjóns er uppskriftin að þeim einstök, enda meginuppistaðan í henni komandi starfsár eins og glöggir kannski sjá. Borgarleikhúsvöfflur 200 grömm Adolfs-hveiti, 100 grömm af bræddri hamingju, 2 matskeiðar af hlátri, 3 Amadeus-egg, 1 teskeið af upplyftingu auk sæludropa og slettu af skógarnornahári úr Matthíasarskógi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar