Grænlensk börn koma til Íslands á sundnámskeið

Grænlensk börn koma til Íslands á sundnámskeið

Kaupa Í körfu

SPENNAN leynir sér ekki í augum þessara grænlensku barna sem hingað til lands eru komin til þess að læra að synda. Alls eru börnin 20 talsins en öll eru þau 11 ára og koma úr fimm litlum bæjum í Ammassalik-héraði ásamt fjórum fylgdarmönnum. Börnin munu dvelja hér á landi í tvær vikur en það eru Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, Hrókurinn og Kópavogsbær sem standa að komu þeirra. Kalak og Hrókurinn hafa séð um undirbúning og skipulagningu en Kópavogsbær mun sjá þeim fyrir sundkennslunni. Þá er Flugfélag Íslands einn aðalstuðningsaðili verkefnisins ásamt fleirum, m.a. hafa félagar í Skákfélagi Háskólans í Reykjavík safnað verulegum fjármunum til verkefnisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar