Valgerður Sverrisdóttir opnar 3. hæðina í Leifsstöð

Brynjar Gauti

Valgerður Sverrisdóttir opnar 3. hæðina í Leifsstöð

Kaupa Í körfu

VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í gær formlega í notkun þriðju hæð flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, með því að vígja brú sem tengir saman austur- og vesturhluta hæðarinnar. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri flugstöðvarinnar, segir að á hæðinni hafi áður verið geymsluris. Stærstur hluti breytinganna hafi falist í því að þaki flugstöðvarinnar var lyft og tveir glerskálar voru byggðir, sitt hvorum megin í henni, að austan- og að vestanverðu. Þá var allt tæknikerfi hússins endurnýjað, segir Höskuldur. MYNDATEXTI: Nær nýjum hæðum - Gísli Guðmundsson, stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar