Samgönguráðuneytið

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samgönguráðuneytið

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR íbúa í Mosfellsdal afhentu í gær Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra undirskriftalista um 180 íbúa í dalnum, 17 ára og eldri, þar sem skorað er á yfirvöld vegamála að setja upp hringtorg á mótum Þingvallavegar og Vesturlandsvegar og farið fram á að settar verði upp hraðahindranir í Mosfellsdal. Þær Signý Jóhannsdóttir og Þóra Sigurþórsdóttir, sem fóru á fund Sturlu í gær, segja að ráðherra hafi tekið þeim vel, en áður höfðu þær rætt við yfirvöld vegamála um ástandið. Þær segja að ráðherra hafi í gær sagt að hann gerði sér fulla grein fyrir stöðu mála, enda hafi hann sjálfur ekið nýlega um þessar slóðir. MYNDATEXTI: 180 undirskriftir - Signý Jóhannsdóttir og Þóra Sigurþórsdóttir afhenda Sturla Böðvarssyni lista með undirskriftum íbúa Mosfellsdals.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar