Risagítar afhentur Poppminjasafninu

Helgi Bjarnason

Risagítar afhentur Poppminjasafninu

Kaupa Í körfu

Keflavík | Jón Ólafsson athafnamaður hefur fært Poppminjasafni Íslands í Reykjanesbæ að gjöf tæplega fjögurra metra langan gítar. Hljóðfærið er til sýnis á sýningu safnsins, Stuð og friður, í Gryfjunni í Duushúsum. Nokkrir áhugamenn um útskurð, Einstakir, koma saman á heimili Jóns Adolfs Steinólfssonar listamanns í Kópavogi einu sinni í viku. "Það er allskonar vitleysa í gangi hjá okkur. Einum okkar datt í hug að gera 10 metra langan gítar. Við gengum í málið en hann varð ekki alveg svo langur, en nærri því fjórir metrar," sagði Þórarinn Sigvaldason í samtali við Morgunblaðið. MYNDATEXTI: Gjöf Jón Ólafsson afhenti Poppminjasafninu risagítar, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Rúnar Júlíusson tóku við honum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar