Arína Vala Þórðardóttir

Brynjar Gauti

Arína Vala Þórðardóttir

Kaupa Í körfu

Það er enginn vafi í huga Arínu Völu Þórðardóttur og Sölva Kolbeinssonar þegar þau eru spurð hvaða frjálsíþróttagrein þeim finnst skemmtilegust. "Langstökk," svara þau bæði að bragði og hnykkja á svarinu með upplýsingum um persónuleg met sín í greininni. Bæði æfa þau frjálsar íþróttir hjá Ármanni, í nýju frjálsíþróttahúsi við hlið gömlu Laugardalshallarinnar. Arína, sem er átta ára og gengur í Hlíðaskóla, er búin að æfa í eitt ár með Ármanni en íþróttinni kynntist hún fyrst á Ísafirði, þar sem hún bjó áður. Sölvi er hins vegar búinn að æfa í tvö ár, enda tveimur árum eldri og gengur í Austurbæjarskóla. MYNDATEXTI: Tekur flugið Langstökk er uppáhalds grein Arínu Völu Þórðardóttur sem hér fer í loftköstum út í sandgryfjuna. Hún getur vel hugsað sér að leggja frjálsar íþróttir fyrir sig í framtíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar