BloodHound Gang

Eyþór Árnason

BloodHound Gang

Kaupa Í körfu

ROKKHUNDARNIR og brjálæðingarnir í BloodHound Gang gera orðið sterkt tilkall til heiðursnafnbótarinnar "Íslandsvinir" því í kvöld munu þeir halda sína þriðju tónleika hérlendis. Tónleikarnir hefjast í Laugardalshöllinni klukkan 20 og lofa aðstandendur "villtustu rokkveislu ársins". Þegar meðlimir BloodHound Gang eru annars vegar er óhætt að taka þau orð alvarlega enda sveitin þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. Þremur íslenskum hljómsveitum er svo ætlað að halda rokkveislunni villtri ásamt hinum bandarísku blóðhundspiltum. MYNDATEXTI: Villtir Jimmy Pop og DJ Q-Ball í BloodHound Gang eru þekktir fyrir líflega sviðsframkomu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar