Samtök iðnaðarins veita styrk

Samtök iðnaðarins veita styrk

Kaupa Í körfu

SAMTÖK iðnaðarins (SI) veittu í gær þremur verkefnum styrki er samtals nema 4,7 milljónum króna. Bókaútgáfan IÐNÚ hlaut fjórar milljónir króna til þýðingar og útgáfu á grundvallarriti í málmiðngreinum, Fachkunde Metall, eins og bókin heitir á móðurmálinu. Þá hlaut Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins 500.000 kr. styrk til útgáfu á ritinu Rakavarnalög í húsbyggingum, og Egill Þór Magnússon, framhaldsskólakennari, 200.000 kr. til útgáfu á námsefni í verklegum loftstýringum. MYNDATEXTI: Bætt menntun - Frá vinstri: Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur RB, Egill Þór Magnússon framhaldsskólakennari, Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri IÐNÚ, og Helgi Magnússon, formaður SI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar