Hafragrautur

Brynjar Gauti

Hafragrautur

Kaupa Í körfu

Nemendur í Laugalækjarskóla eru einstaklega heppnir því síðan skólinn byrjaði í haust hefur þeim staðið til boða að fá sér hafragraut í mötuneyti skólans á morgnana. Auður Stefánsdóttir skólastjóri mætir stundum sjálf hálftíma fyrr í vinnuna til að elda grautinn ofan í nemendur sína. "Við ákváðum að byrja á þessu í haust eftir að ég heyrði að annar skóli hér í borg gerði þetta seinasta vetur. Unglingarnir geta komið til okkar á morgnana fyrir fyrsta tíma og fengið hjá okkur hafragraut. Morgungrauturinn er þeim að kostnaðarlausu en þau geta keypt sér heitan mat í hádeginu," segir Auður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar