Viðar Sigurjónsson

Skapti Hallgrímsson

Viðar Sigurjónsson

Kaupa Í körfu

VIÐAR Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fræðslusviðs Íþrótta- og ólympíusambands Íslands með aðsetur á Akureyri. Eru það nokkur tíðindi, því þetta er í fyrsta skipti sem stjórn einhvers stoðsviða ÍSÍ er flutt út á land. Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri var opnuð 1. september 1999. Viðar hefur verið starfsmaður þar frá upphafi og þjónað 10 héraðssamböndum, frá USAH í vestri til UÍA í austri. Hann sinnir því starfi áfram um tíma, en segir stefnt að því að opna fleiri skrifstofur á landsbyggðinni til að auka þjónustu við hreyfinguna. MYNDATEXTI: Fræðsla að norðan - Viðar Sigurjónsson, nýr sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ. Hann segir að með aukinni fræðslu komi fram fleiri afreksmenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar