Sumarskór

Sumarskór

Kaupa Í körfu

HEILSA Í GÖMLUM ævintýrum er okkur gjarnan kennt að varast hégóma, yfirborðsmennsku og annað hjóm á lífsgöngunni. Til dæmis þykir fáum til eftirbreytni sú hegðun stjúpsystra Öskubusku að höggva af sér tá og hæl til að reyna að passa í skóinn hennar þegar prinsinn leitaði rétta eigandans. En samkvæmt netmiðli Evening Standard virðist mannskepnan seint læra af mistökum annarra, jafnvel þeirra sem birtast í fornum ævintýrum, því nú á ofanverðri tuttugustu og fyrstu öld gerast sérstakar fótaaðgerðir mjög svo vinsælar í henni Ameríku. Aðgerðirnar eru framkvæmdar í þeim tilgangi einum að betur passi tískuskórnir. Láta konur þannig ýmist stytta á sér tærnar, sverfa af fótbeinum og fleira í þeim dúr, til þess að komast í támjóa skó eða aðra sem þannig eru í laginu að breyta þarf sköpulagi fóta svo þeir fari vel á fæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar