Judó

Brynjar Gauti

Judó

Kaupa Í körfu

Júdó er bardagaíþrótt sem Japaninn Jigoro Kano þróaði undir lok 19. aldar, byggt á enn eldri vopnlausri bardagaíþrótt sem heitir ju jitsu. Eins og sú íþrótt byggist júdó á kastbrögðum, gripum og lásum en Kano setti auk reglna um íþróttina sjálfa strangar heiðursreglur um samskipti íþróttamanna. Björn Halldórsson hefur iðkað júdó frá árinu 1974 og þjálfað í áraraðir bæði hér heima og erlendis. Áður en hann hóf iðkun júdó hafði hann verið í fimleikum frá barnsaldri. ,,Ég hef þjálfað síðustu árin hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur, ÍR, og tók þátt í stofnun júdódeildar við félagið sem nú státar af flestum virkum deildum allra félaga á landinu MYNDATEXTI Þóra Björg Sigmarsdóttir og Hrönn Gunnarsdóttir hafa æft júdó í tæpt ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar