Landsliðsæfing á ÍR-vellinum

Eyþór Árnason

Landsliðsæfing á ÍR-vellinum

Kaupa Í körfu

MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu og hann reiknar með erfiðum leik gegn þeim á Laugardalsvelli þegar þjóðirnar mætast í undankeppni EM annað kvöld. Olsen segir að sigur Íslendinga á Norður-Írum hafi komið sér mikið á óvart en þrátt fyrir það segist hann ekki hræðast íslenska liðið. MYNDATEXTI: Brugðið á leik - Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, brá á leik á æfingu í gærmorgun. Á morgun tekur alvaran við þegar gengið verður til leiks við Dani á Laugardalsvelli. Vika er síðan uppselt varð á leikinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar