Axel Gíslason þreytir 15 punda lax

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Axel Gíslason þreytir 15 punda lax

Kaupa Í körfu

GRÍÐARGÓÐ veiði er enn í Ytri-Rangá og Hólsá, en á miðvikudag höfðu 3.426 laxar veiðst á svæðinu. Athygli vekur hvað neðsti hluti svæðisins gefur vel, en á annað þúsund laxa hefur veiðst við vesturbakka Hólsár. Fram kom í vikunni að mögulega væri um metgöngur gegnum laxastiga að ræða í teljaranum við Ægissíðufoss, en það hefur verið leiðrétt á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar kemur fram að sumarið 1974 gengu 6.325 laxar gagnum teljarann í Elliðáanum. Árið eftir voru göngurnar enn stærri, þegar 6.412 laxar fóru um teljarann. MYNDATEXTI: Átök - Axel Gíslason glímir við 15 punda lax í Miðkvísl í Laxá í Aðaldal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar