Ráðstefna um lækkun matvælaverðs

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ráðstefna um lækkun matvælaverðs

Kaupa Í körfu

ÞEGAR ástæður hás matvælaverðs á Íslandi eru skoðaðar heildstætt þá er ekki hægt að komast að neinni annarri niðurstöðu en þeirri að það þurfi að taka til í skatta- og tollakerfinu. Þar sé um að ræða grundvallarbreytingu, en ekki pólitíska, sem hljóti að verða hér á landi fyrr eða seinna. Þetta sagði Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri og formaður matvælaverðsnefndar, á morgunfundi sem Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóð fyrir í gær. Eins og kunnugt er stýrði hagstofustjóri matvælaverðsnefndinni sem hafði það að markmiði að skoða leiðir til þess að lækka matvælaverð hérlendis, en matvælaverð hérlendis er 48% hærra en að meðaltali í Evrópusambandsríkjunum. MYNDATEXTI: Fjölmenni - Margt var um manninn á morgunverðarfundi sem Samtök verslunar og þjónustu efndu til í gær þar sem matvælaskýrslan, sem birt var um mitt sumar, var rædd, sem og viðtökur þær sem skýrslan hlaut.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar