Benedikt S. Lafleur

Jón Svavarsson

Benedikt S. Lafleur

Kaupa Í körfu

Svona fór þetta núna enda gat ég ekkert ráðið við veðrið, þannig að reynslan nýtist fyrir næsta sund," sagði Benedikt S. Lafleur sjósundkappi sem varð að hætta við sund sitt yfir Ermarsundið í gær. Hann mun reyna aftur á næsta ári. Ölduhæð og vindar spilltu fyrir sundinu í gær en benda má á að veður hafði verið einkar kalt og leiðinlegt á Ermarsundinu í ágústmánuði. Reyndar viðraði vel til sunds í fyrradag en Benedikt til talsverðra vonbrigða átti bandarísk kona pantað í sundið á vegum aðstoðarmanna Breska sjósundfélagsins CSPF. Í ljós kom hins vegar að hún var ekki nægilega vel búin undir sjávarkuldann og gafst upp eftir þrjár og hálfa klukkustund. MYNDATEXTI: Benedikt S. Lafleur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar