Kínverjar í heimsókn á Alþingi

Eyþór Árnason

Kínverjar í heimsókn á Alþingi

Kaupa Í körfu

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, átti í gær fund með Cheng Siwei, varaforseta kínverska þingsins, í Reykjavík. Ræddu þau samskipti ríkjanna almennt og lýstu vonum sínum um að þau gætu aukist enn á sviði viðskipta, menningar og stjórnmála. Sólveig minnti á samstarf þjóðanna á sviði jarðhita og sagðist vona að tækniþekking Íslendinga á því sviði myndi nýtast Kínverjum vel. MYNDATEXTI: Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sýnir Yoshihiko Tsuchiya húsakynni þingsins í gær. Að því loknu buðu Japanarnir til hádegisverðar á Hótel Sögu og var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, meðal gestanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar