Alcoa Fjarðaál

Steinunn Ásmundsdóttir

Alcoa Fjarðaál

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | Á dögunum mættu 30 nýir starfsmenn til vinnu hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Þetta er fyrsti stóri hópurinn sem þangað kemur í einu. Fólkið byrjar á því að setjast á skólabekk í þrjár vikur. Þá auglýsti fyrirtækið nýverið eftir fólki í 100 stöður. "Það mun fremur óvenjulegt á íslenskum vinnustað að starfsfólk byrji störf með því að setjast á skólabekk," segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. MYNDATEXTI: Engin vettlingatök - Alcoa Fjarðaál safnar nú starfsfólki í álverið og eru nýir starfsmenn þess þegar sestir á skólabekk um þriggja vikna skeið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar