Stórstreymi í Hafnarfjarðarhöfn

Stórstreymi í Hafnarfjarðarhöfn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ mátti ekki miklu muna að suðurgarðurinn í Hafnarfjarðarhöfn færi á kaf í stórstreyminu á föstudag, og voru rétt um 20 cm sem vantaði upp á að flæddi yfir bryggjuna. Ingvi Einarsson hafnarvörður segir þetta alvanalegt þegar stórstreymt sé, og á stundum flæði yfir suðurgarðinn, svo menn þurfi að vaða sjóinn upp í hné. Ástæðan sé sú að bryggjukanturinn hafi sigið í gegnum tíðina, en aðrir garðar í bryggjunni standi ofar. Þetta valdi þó ekki sérstakri hættu þar sem varnargarðar verji höfnina fyrir öldugangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar