Dagbjartur G. Guðmundsson

Jim Smart

Dagbjartur G. Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Dagbjartur kveðst hafa mætt Pourquoi-Pas? út af Garðskaga um kl. 3.30-4 síðdegis 15. september. Kom auga á franska skipið þegar veðrið var að skella á eins og hendi væri veifað: - Hann skall snögglega á, eins og skotið væri úr fallbyssu. Sjóhatturinn minn var óbundinn. Hann þeyttist af mér og sást ekki meir. Veðrið var orðið svo brjálað. Það versta sem ég gat ímyndað mér að gæti orðið. Þegar ég sé síðast ofan á möstrin á franska skipinu, er sjórinn farinn að rífa sig upp og mér sýnist skipið vera að snúa við áleiðis til Reykjavíkur. Svo sé ég það ekki meir því veðrið rífur sjóinn upp. - Ég sé heldur ekkert land fyrir sjórokinu. MYNDATEXTI: Kraftaverk- Dagbjartur Geir Guðmundsson komst af á opnum báti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar