Geirlaug Þorvaldsdóttir - Hótel Holt

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Geirlaug Þorvaldsdóttir - Hótel Holt

Kaupa Í körfu

EITT AF merkilegri listaverkasöfnum landsins er að finna í fjölmörgum sölum, göngum og herbergjum Hótels Holts á Bergstaðastræti. Safnið er afrakstur myndlistarástríðu stofnanda hótelsins, Þorvaldar Guðmundssonar og eiginkonu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Þau eru bæði látin. Ekki bara hótel heldur líka listasafn Geirlaug er dóttir Þorvaldar og Ingibjargar og er hún nú eigandi hótelsins. Hún hefur tekið upp á þeirri nýbreytni, ásamt hótelstjórum hótelsins, að opna hótelið gestum og gangandi og breyta því þar með í listaverkasafn á vissum tíma. Fyrsti sýningardagurinn verður næstkomandi miðvikudag og verður boðið upp á leiðsögn um safnið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar