Patricia Pires Boulhosa
Kaupa Í körfu
SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands heldur árlegan minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar í dag, laugardag. Fyrirlesari þetta árið er brasilíski sagnfræðingurinn Patricia Boulhosa sem heldur fyrirlestur með titlinum "Gamli sáttmáli: Staðreynd eða tilbúningur?" í stofu N-132 í Öskju á Háskólalóðinni og hefst hann kl. 15.00. Boulhosa hefur sérhæft sig í íslenskri miðaldasögu og hlotið doktorsgráðu frá Cambridge-háskóla 2003 fyrir ritgerðina "Icelanders and the Early Kings of Norway: the Evidence of Legal and Literary Texts". Hún vinnur nú við kennslu í norrænni víkingaaldarsögu í sama háskóla. Boulhosa hefur bent á þá staðreynd að hvergi sé minnst á Gamla sáttmála í lagatextum frá 13. og 14. öld, heldur spretti hann fram alskapaður á 15. öld. Hefur hún varpað fram þeirri kenningu að Gamli sáttmáli sé ekki frá 1262 heldur sé hann tilbúningur spunameistara 15. aldar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir