Patricia Pires Boulhosa

Þorkell Þorkelsson

Patricia Pires Boulhosa

Kaupa Í körfu

SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands heldur árlegan minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar í dag, laugardag. Fyrirlesari þetta árið er brasilíski sagnfræðingurinn Patricia Boulhosa sem heldur fyrirlestur með titlinum "Gamli sáttmáli: Staðreynd eða tilbúningur?" í stofu N-132 í Öskju á Háskólalóðinni og hefst hann kl. 15.00. Boulhosa hefur sérhæft sig í íslenskri miðaldasögu og hlotið doktorsgráðu frá Cambridge-háskóla 2003 fyrir ritgerðina "Icelanders and the Early Kings of Norway: the Evidence of Legal and Literary Texts". Hún vinnur nú við kennslu í norrænni víkingaaldarsögu í sama háskóla. Boulhosa hefur bent á þá staðreynd að hvergi sé minnst á Gamla sáttmála í lagatextum frá 13. og 14. öld, heldur spretti hann fram alskapaður á 15. öld. Hefur hún varpað fram þeirri kenningu að Gamli sáttmáli sé ekki frá 1262 heldur sé hann tilbúningur spunameistara 15. aldar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar