Gengið til góðs

Gengið til góðs

Kaupa Í körfu

RÍFLEGA 37 milljónir króna söfnuðust síðastliðinn laugardag í landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, og segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða krossins, að árangurinn hafi verið framar öllum vonum. Féð sem safnaðist rennur til aðstoðar börnum í sunnanverðri Afríku. Landssöfnunin Göngum til góðs er haldin á tveggja ára fresti og segir Sólveig að áður en hún hófst í ár hafi verið horft til þess að fyrir tveimur árum söfnuðust 35 milljónir króna. MYNDATEXTI: Góð þátttaka - Ungir sem aldnir gengu til góðs um síðustu helgi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar