Samfylkingin - blaðamannafundur

Sverrir Vilhelmsson

Samfylkingin - blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

SAMFYLKINGIN vill að gerð verði rammaáætlun um náttúruvernd sem taki til allra náttúrusvæða landsins og að frekari ákvörðunum um stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri stefnumörkun og tillögum Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruverndarmálum undir heitinu Fagra Ísland, sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að þessar tillögur og stefnumörkun í umhverfis- og náttúruverndarmálum eigi sér talsvert langan aðdraganda. Unnið hafi verið að henni í helstu stofnunum flokksins undanfarin tvö til þrjú ár. MYNDATEXTI: Náttúruvernd - Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar í gær. Talin frá hægri Þórunn Sveinbjarnardóttir, Mörður Árnason, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján Möller og Dofri Hermannsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar