Teitur Atlason og Eimreiðin

Teitur Atlason og Eimreiðin

Kaupa Í körfu

Þetta lítur vel út. Nú er bara að pakka blöðunum inn í litla Fíatinn minn og keyra hringinn," sagði Teitur Atlason þegar fyrstu eintökin af Eimreiðinni litu dagsins ljós í prentsmiðju Morgunblaðsins í gær. Teitur er nú orðinn ritstjóri, útgefandi og auglýsingastjóri því hann er að hefja útgáfu tímarits fyrir framhaldsskólanema, sem hann telur markaðinn vera í brýnni þörf fyrir. "Efnistökin í blaðinu mínu verða frábrugðin efnistökum annarra blaða fyrir þennan hóp. Áherslan verður mikill texti og litlar myndir. "Mér finnst vanta svona blað á markaðinn því það efni, sem er í boði fyrir ungt fólk, einblínir svolítið mikið á skemmtanalífið og frítímann eftir skóla. Það er enginn fjölmiðill að fjalla um málefni, sem snúa beint að sjálfu náminu og því að vera framhaldsskólanemandi í skóla." MYNDATEXTI Ritstjórinn Teitur Atlason pakkaði Eimreiðinni inn í Fíatinn sinn og ætlar að keyra hringinn í kringum landið til að dreifa nýja blaðinu til nemenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar