Sigurbjörg Þrastardóttir

Brynjar Gauti

Sigurbjörg Þrastardóttir

Kaupa Í körfu

Á morgun verður leikritið Gunnlaðar saga frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Um er að ræða leikgerð samnefndrar skáldsögu Svövu Jakobsdóttur sem rithöfundurinn Sigurbjörg Þrastardóttir á veg og vanda af ásamt leikhópnum. Flóki Guðmundsson settist niður með Sigurbjörgu af þessu tilefni. Ég myndi segja að við sýndum sögunni viðeigandi virðingu," segir Sigurbjörg Þrastardóttir um leikgerð sína á Gunnlaðar sögu sem Kvenfélagið Garpur frumsýnir í Hafnarfjarðarleikhúsinu annað kvöld. "Það var lagt upp með að gera leikgerð en ekki verk sem væri innblásið af t.d. einu afmörkuðu atriði," bætir hún við en það voru þær fjórar leikkonur sem saman mynda Kvenfélagið Garp sem fengu hana upprunalega til verksins. MYNDATEXTI: Í uppáhaldi - Sigurbjörg segir Gunnlaðar sögu vera í miklu uppáhaldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar