Borgarafundur í Hallgrímskirkju vegna umferðarslysa
Kaupa Í körfu
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur gefið Vegagerðinni fyrirmæli um að hefja undirbúning þess að vegaúrbótum verði flýtt í því skyni að auka umferðaröryggi í ljósi þess grafalvarlega ástands sem ríkir vegna slysaöldunnar að undanförnu. Meðal þess sem gera má ráð fyrir að verði gert er að vegurinn upp á Kjalarnes verði byggður upp sem 2+1 vegur og sömu sögu er að segja um veginn austur fyrir fjall. Síðar verði þeir tvöfaldaðir að fullu með 2+2 útfærslu. Hringtorg við Þingvallaafleggjarann á Vesturlandsvegi er þá fyrirsjáanlegt sem liður í að bæta innkeyrslur á meginumferðaræðar víða. MYNDATEXTI: Alvörustund - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Geir Haarde forsætisráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri Grænna, voru meðal viðstaddra á fjölsóttum borgarafundi í Hallgrímskirkju í gær.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir