Kynning á vetrarstarfi Íslensku óperunnar

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kynning á vetrarstarfi Íslensku óperunnar

Kaupa Í körfu

BJARNI Daníelsson, óperustjóri Íslensku óperunnar, stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá óperuhússins starfsárið 2006-2007 á blaðamannafundi í gær. Ávarpaði Bjarni viðstadda úr sviðsmynd Snorra Freys Hilmarssonar fyrir uppsetningu Óperunnar á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, en verkið verður frumsýnt 29. september. Er um að ræða þá fyrri af tveimur stórum uppfærslum starfsársins sem Íslenska óperan stendur ein að. Hin er The Rake's Progress eftir Stravinsky sem frumsýnd verður í byrjun febrúar. Einnig mun Íslenska óperan standa fyrir tónleikum af ýmsu tagi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar