Íþróttahöll á Reyðarfirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Íþróttahöll á Reyðarfirði

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | Íbúar Fjarðabyggðar fjölmenntu í nýja íþróttahöll á Reyðarfirði á laugardag, en þá var nýjum bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Helgu Jónsdóttur, fagnað, ásamt sameiningu Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðar sl. vor, en í sveitarfélaginu eru nú 5.500 manns. Hin nýja Fjarðabyggðarhöll, sem er 9.000 fermetra fjölnota íþróttahús lagt gervigrasi, var vígt formlega, en höllin stendur í hjarta þorpsins á Reyðarfirði. MYNDATEXTI: Mannaskipti - Helga Jónsdóttir, nýr bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, ávarpaði íbúa sveitarfélagsins en Guðmundur Bjarnason, fráfarandi bæjarstjóri, dró sig í hlé á hliðarlínuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar