Stóðréttir

Jón Sigurðsson

Stóðréttir

Kaupa Í körfu

HROSSASMÖLUN á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu og hrossaréttir í Skrapatungurétt eru eitt stórt ævintýri. Þarna safnast saman mörg hross og fjöldi fólks til að uppskera og gleðjast. Stóðsmölunin þar og réttir eru sérstakar fyrir þær sakir að gestum er boðið að taka þátt í smölun og er tilkomumikil sjón að sjá stóðið renna út Laxárdalinn í Skrapatungurétt. Heyra hófadyninn, hlátrasköllin og skynja það magnaða andrúmsloft sem ríkir. MYNDATEXTI: Á sama tíma að ári - Guðlaug frá Strjúgstöðum og Haukur frá Röðli láta sig ekki vanta í smalamennskuna og réttirnar og mæta á hverju ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar